Hsofn

Innan Hornafjarðarsafna eru sex safnaeiningar og í uppbyggingu er einnig rannsóknarsvið þvert á einingarnar sem er vel á veg komið. Rannsóknarsviðið byggist að mestu á fornleifarannsóknum, sýnagreiningum og skráningu menningarminja í Hornafirði.

SAFNAEININGARNAR ERU

  • Byggða- og Sjóminjasafn
  • Náttúrugripasafn
  • Listasafn
  • Bókasafn
  • Héraðsskjalasafn
  • Jöklasafn/Jökulheimar

Menningarmiðstöð Hornafjarðar gekk í gegnum skipulagsbreytingar snemma árs 2013
með þær megináherslur að skerpa á safna- og rannsóknarstarfi í héraðinu. Formlegar breytingar á starfseminni hafa verið í farvatninu síðan í júní 2013. Í dag er safna- og rannsóknarstarfið undir nafni Hornafjarðarsafna.
Viðburðir tengdir almennu skemmtana- og menningarhaldi hafa færst yfir á hendur Vöruhússins. Hornafjarðarsöfn leggja því mesta áherslu á miðlun og fræðslu menningararfs Hornafjarðar, skrásetningu hans og varðveislu til framtíðar. Einnig verður æ ríkari áhersla lögð á rannsóknarstarf eins og áður sagði, og ekki síst miðlun þess starfs til almennings sem og þátttöku barna og unglinga á þeim vettvangi. Sýningar á vegum Hornafjarðarsafna eru og verða mikilvægur þáttur í safnastarfinu með ríkari áherslu á sérstöðu Hornafjarðar og því samfélagi sem er og var (sjá frekar Safnastefna og verklagsreglur).

Innan Hornafjarðarsafna eru sex starfsmenn og þar af deila tveir stöðu, eða 50% hvor.
Annað starfsgildið er innan Héraðsskjalasafnsins og hitt innan Listasafnsins.

100% staða er innan byggða- og sjóminjasafnsins, bókasafnsins og er áætlað
að 100% starfsmaður verði ráðin innan rannsóknarsviðs nú í janúar 2015. Forstöðumaður er í 100% starfi.

STARFSFÓLK

Bryndís Björk Hólmarsdóttir

Bókavörður

bryndish ( @ ) hornafjordur.is

470 8057 | 865 3302

Guðný Svavarsdóttir

Bókavörður

gudny ( @ ) hornafjordur.is

470 8050 | 866 7505

Ingibjörg Lilja Pálmadóttir

Safnvörður

ingibjorglp ( @ ) hornafjordur.is

470 8055 | 843 9706

Vala Garðarsdóttir

Forstöðumaður

vala ( @ ) hornafjordur.is

470 8052 | 863 9199

Gunnar Stígur Reynisson

Skjalavörður

stigur ( @ ) hornafjordur.is

470 8058 | 470 8050