Rússnesk kvikmyndahátíð í Nýheimum

Á fimmtudaginn 8. september verður sýnd í Nýheimum rússnesk kvikmynd sem er hluti af þarlendri kvikmyndahátíð. Myndin sem sýnd verður heitir Journey to the Mother og fjallar um Maxim sem ferðast frá Rússlandi til Frakklands til þess að heimsækja móður sína en þrír örlagaríkir dagar snúa öllu á hvolf í lífi hans og hálfsystur hans Marie-Louise.

Þessi kvikmynd hefur unnið fjölda verðlauna á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum og verður hún einnig opnunarmyndin á Rússneskum kvikmyndadögum.

Frítt er inn og allir velkomnir

Hér má sjá kynningarmyndband fyrir Journey to the Mother (https://www.youtube.com/watch?v=hyenfv05c28)