Safnastefna og stofnskrá Hornafjarðarsafna frá því 2013 kveður á um þau markmið og vinnulag sem sett hafa verið innan safnsins til næstu 10 ára. Innan þessarar stefnu er lögð rík áhersla á að Mikligarður verði höfuðsafn Hornafjarðarsafna til framtíðar.

Efri hæð Miklagarðs verður nýtt (hlutfall ekki ráðið) sem sýningar- og rannsóknarrými Hornafjarðarsafna. Þar verður lögð áhersla á samspil manns og náttúru frá öndverðu til okkar daga. Undir einu þaki tvinnast því saman í eina heild, náttúrugripasafn, byggðasafn, sjóminjasafn og Jökulheimar sem verður að mestu hreyfanlegt rými og byggir á fræðum í nútíma og miðlun sögunnar sem við þekkjum.