Listasafn-Svavars
076

Listasafn Hornafjarðar opnaði við hátíðlega athöfn föstudaginn 24. Júní 2011. Safnið er staðsett við Ráðhús Hornafjarðar í gömlu slökkvistöðinni og opnunarsýningin var á verkum Svavars Guðnasonar en bænum var færð ómetanleg gjöf frá ekkju Svavars, Ástu Eiríksdóttur.

Um 250 listaverk eru nú í eigu sveitarfélagsins og stofnana þess en auk Svavars eru verk eftir fleiri hornfirska málara svo sem Bjarna Guðmundsson, Höskuld Björnsson, Jón Þorleifsson, Rafn Eiríksson og Bjarna Henriksson. Auk salarins í gömlu slökkvistöðinni eru verk til sýnis í stofnunum sveitarfélagsins  t.d. grunnskólum, áhaldahúsi, hjúkrunarheimili, ráðhúsi, bókasafni og Pakkhúsi.

Listasafnið stendur fyrir ýmis konar sýningum yfir árið en á sumrin eru verk Svavars Guðnasonar sýnd.

Starfsmaður á Listasafni

Bryndís Björk Hólmarsdóttir

Vetraropnun

Mánudaga – Föstudaga 9-15

Sumaropnun

Mánudaga – Föstudaga 9-15

Helgar 13-17

+354 4708057

+354 8653302

bryndish@hornafjordur.is

Litlubrú 2, 780 Hornafirði