Global raft

Fjallsárlóni Öræfum 13. ágúst

Listamaðurinn Thomas Rappaport stendur fyrir listgjörningi við Fjallsárlón í Öræfum þann 13. Ágúst  (sama dag og flugeldasýningin á Jökulsárlóni  verður)

„Þegar ég vinn með við tygg ég oft smá viðarflís“ nefnir Rappaport. „Á meðan ég horfði á eina þeirra, lenda í litlum læk og fljóta í burtu áttaði ég mig á því að hún gæti endað í Norðursjó. Þetta fékk mig til þess að hugsa um gömlu hefðina að láta timbur fljóta langar leiðir eftir ám, þegar þurfti að flytja það lengri vegalengdir. Þannig kviknaði hugmyndin: Lítill fleki úr frosnu vatni ber trjáfræ yfir vatni þar sem það mun svo festa rætur. Með mikilli hjálp varð þessi hugmynd svo að veruleika.“

Rappaport hefur smíðað fleka úr tré sem hann hefur fleytti niður ár í heimalandi sínu, Þýskalandi til að prófa hann. Flekinn fór frá Hollandi landleiðina til Norður-Danmerkur, þaðan sem hann var fluttur með ferju til Íslands. Hann mun skera út eins fleka úr jökulís, svo að frumgerðin eignast þar tvíbura og mun kúlunum verða skipt, þar sem að viðarkúlan mun fljóta um í ísfleka, en ískúla mun fljóta um í viðarhring. Þetta mun allt eiga sér stað á jökullóninu Fjallsárlóni, sem er staðsett vestan við Jökulsárlón. „Fyrir mér er loftslag hnattrænt kerfi sem er listaverk“ útskýrir Rappaport. „Vatn er miðpunkturinn í hnattrænu loftslagi og er ekki bundið innan landamæra. Á Íslandi hittist rekaviður og fljótandi ísjakar. Tvö náttúruleg, fljótandi listræn efni með sína eigin ævisögu, sem má lesa í gegnum árhringi þeirra og lög. Þessi efni leyfa mér að sýna tengsl þeirra við list.“

Hann hefur tvisvar komið til Íslands, bæði árið 2014 og 2015, á norðurlandi, rétt sunnan við heimskautsbaug fann hann fjöru þar sem mikið var af rekavið og á Austurlandi fann hann ungan skóg sem hægt var að vinna úr.

Núverandi verkefni Rappaports er einstakt. List verður hluti af náttúrunni og náttúran hluti af listinni. „Ég vil ekki breyta landslaginu heldur skynjun fólks á því“. Einn dropi af vatni inniheldur leyndardóma hafsins, lauf af tré og hver og einn einasti trjábolur stendur fyrir náttúru skógarins. Þessi eru skilaboðin. Í þessum heillandi verkum um vatn og ís, fáum við að sjá tenginguna milli listarinnar og náttúruaflanna. Með því að elta hæfileika viðarsins og styrkleika vatnsins fer Thomas Rappaport með okkur í leiðangur utan við áætlaðar leiðir á vatni þar sem við  fljótum inn í heim stærsta listamannsins: heim náttúrunnar.

 

The Global Raft listgjörningurinn við Fjallsárlón verður laugardaginn 13. ágúst 2016. Frá kl 16:00 einnig er Rappaport með sýningu á Listasafni Svavars Guðnasonar á Höfn í Hornafirði, frá júní og fram í september (www.hornafjordur.is)

Einnig verður Rappaport með sýningu í Reykjavík frá 13. Júní til 2. September á Radisson Blu Saga hóteli. (www.radissonblu.com/sagahotelreykjavik)

Frekari upplýsingar fást á

www.global-raft.org, www.atelier-rappaport.de, www.facebook.com/globalraft